Rannsaka árás á sérsveitarmann

Lögregla við störf. Mynd úr safni.
Lögregla við störf. Mynd úr safni. Árni Sæberg

Vopnaður maður réðst á sérsveitarmann í íbúðarhúsi í Reykjavík síðastliðið þriðjudagskvöld. Héraðssaksóknari er með málið til rannsóknar þar sem um brot gegn valdstjórninni er að ræða. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum.

Samkvæmt heimildum mbl.is barst lögreglu á höfuðborgarsvæðinu beiðni um aðstoð þetta kvöld. Sérsveitarmaður á vakt var næstur húsinu af þeim lögreglumönnum sem voru við störf þetta kvöld og sinnti hann því útkallinu. Þegar hann kom á vettvang réðst maður vopnaður hnífi á hann og kom til átaka á milli þeirra.

Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir í samtali við mbl.is að hann hafi til rannsóknar brot gegn valdstjórninni. Rannsókn málsins hófst í gær og er á byrjunarstigi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert