Reyndi ítrekað að stinga sérsveitarmann

Sérsveit ríkislögreglustjóra við störf. Myndin er úr safni.
Sérsveit ríkislögreglustjóra við störf. Myndin er úr safni. Kristinn Ingvarsson

„Lög­reglu­menn eru reiðir yfir því að líf þeirra skuli vera metið með þess­um hætti, það virðist engu máli skipta þó að verið sé að ráðast á þá, stinga og hóta líf­láti,“ seg­ir Snorri Magnús­son, formaður Lands­sam­bands lög­reglu­manna, í sam­tali við mbl.is.

Að hans sögn rík­ir mik­il óánægja meðal lög­reglu­manna með þá ákvörðun héraðssak­sókn­ara að fara ekki fram á gæslu­v­arðhald yfir manni sem króaði sér­sveit­ar­mann af fyrr í vik­unni, reyndi ít­rekað að stinga hann með hnífi og hótaði hon­um líf­láti.

Líkt og mbl.is greindi frá í gær er héraðssak­sókn­ari með málið til rann­sókn­ar. Tveir sér­sveit­ar­menn fóru í út­kall í íbúðar­hús á höfuðborg­ar­svæðinu á þriðju­dags­kvöld. Voru þeir næst­ir hús­inu af þeim lög­reglu­mönn­um sem voru á vakt og sinntu þeir því út­kall­inu.

Þeir knýja dyra og tek­ur maður á móti þeim vopnaður hnífi. Tekst mann­in­um að læsa ann­an sér­sveit­ar­mann­inn úti og reyn­ir ít­rekað að stinga sér­sveit­ar­mann­inn sem er inni í íbúðinni. Hótaði maður­inn hon­um jafn­framt líf­láti.

Hvernig tókst lög­reglu­mann­in­um að leysa úr þessu?

„Með mik­illi þjálf­un, reynslu og þekk­ingu á lög­reglu­starf­inu. Með rétt­um varn­ar­búnaði á þeim tíma sem hann er þarna, með hlífðar­skildi og kylfu,“ seg­ir Snorri.

Sérsveit ríkislögreglustjóra að störfum. Mynd úr safni.
Sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra að störf­um. Mynd úr safni. mbl.is/​Rósa Braga

Engu máli skipti þótt ráðist sé á þá með þess­um hætti

„Hin hliðin á mál­inu er sú að lög­reglu­menn eru al­gjör­lega arfa­vit­laus­ir og æfir yfir eft­ir­mála máls­ins, að ein­stak­ling­ur sem réðst að lög­reglu­manni með svona grófu of­beldi, sem er í raun bara morðtil­raun og morðhót­un, skuli síðan bara ganga laus,“ seg­ir Snorri. „Lög­reglu­menn eru reiðir yfir því að líf þeirra skuli vera metið með þess­um hætti, það virðist engu máli skipta þó að verið sé að ráðast á þá, stinga og hóta líf­láti.

Þar sem um er að ræða brot gegn vald­stjórn­inni hef­ur héraðssak­sókn­ari málið til rann­sókn­ar, nán­ar til­tekið 106. grein al­mennra hegn­ing­ar­laga. Refsiramm­inn fyr­ir brot af þessu tagi, sem bein­ast að op­in­ber­um starfs­manni sem hef­ur heim­ild til vald­beit­ing­ar er átta ár.

Snorri seg­ir að hins veg­ar megi vænta þyngri fang­els­is­dóma vegna brota þar sem reynt er að líf­láta fólk. „Og að viðkom­andi skuli ekki vera sett­ur í gæslu­v­arðhald vegna svona máls er held ég bara fá­heyrt í rann­sókn­ar­sögu lög­reglu.“

Hvernig held­ur þú að þarna hefði farið ef um al­menn­an lög­reglu­mann hefði verið að ræða sem hef­ur ekki sama búnað og þjálf­un og sér­sveit­armaður?

„Ég þori nú eig­in­lega ekki að hugsa þá hugs­un til enda, satt best að segja,“ seg­ir Snorri og bæt­ir við að sér­sveit­armaður fái til að mynda mun ít­ar­legri og meiri þjálf­un bæði í vald­beit­ingu og varn­ar­tök­um.

Frétt mbl.is: Rann­saka árás á sér­sveit­ar­mann

Sérsveitarmaður á vettvangi. Mynd úr safni.
Sér­sveit­armaður á vett­vangi. Mynd úr safni. Styrm­ir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert