Fjárfestar sem áformuðu að reisa einkasjúkrahús og hótel í Mosfellsbæ hafa frestað verkefninu þangað til þeir komast í samband við ráðamenn þjóðarinnar og fái tillögur frá stjórnvöldum um breytingar á áformum þeirra. Þetta kemur fram í samtali við Henri Middeldorps, forsvarsmann fjárfestanna, í samtali við Rúv.
Í síðustu viku var sagt frá því að íslenskir fjárfestar sem tóku þátt í verkefninu hafi dregið sig úr því vegna ósættis við Middeldorp varðandi að upplýsa um hvaða fjárfestar væru á bak við verkefnið. Áttu íslensku fjárfestarnir 2% í verkefninu.