Innihaldslaus umræða um einkasjúkrahús

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra. mbl.is/Styrmir Kári

Hugmyndir erlendra fjárfesta um einkasjúkrahús í Mosfellsbæ hafa ekki verið kynntar stjórnvöldum og því erfitt fyrir þau að gera tillögur að breytingum að þeim, að sögn Kristjáns Þórs Júlíussonar, heilbrigðisráðherra. Hann segir umræðuna um sjúkrahúsið hafa verið innihaldslausa allan tímann.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði Kristján Þór út í sjúkrahúsið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Vísaði hún í fréttir RÚV af því að áform um einkasjúkrahúsið hafi verið sett í bið og að fulltrúi fjárfesta hafi óskað eftir breytingartillögum frá stjórnvöldum varðandi þau.

Ráðherrann sagði stjórnvöld aldrei hafa fengið kynningu á hugmyndunum. Þá sagðist hann ekki kunna neinar skýringar hvernig málið hafi unnist áfram með ólíkindum í sumar, aðallega í fjölmiðlum.

Frétt mbl.is: Áformum um einkasjúkrahús frestað

Þingmaðurinn spurði hann einnig út í hvort hann teldi að ekki þyrfti að vera ákvæði í lögum sem kæmu í veg fyrir að fjárfesta gætu farið út í verkefni sem þetta án nokkurra leyfa, sérstaklega þegar fulltrúar heilbrigðiskerfisins teldu það jafnvel stefna því í hættu.

Kristján Þór ákvæði í lögum um að tilkynna þurfi landlækni um fyrirhugaðan rekstur sem þennan. Hins vegar sagði hann ljóst að skerpa þurfi á regluverkinu og nauðsynlegt væri að landlæknisembættið og ráðuneytið fari í gegnum lagarammann.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka