Íslandslán verða takmörkuð

Frá fundinum í Hörpu,
Frá fundinum í Hörpu, mbl.is/Þórður

Frumvarp verður lagt fram á þingi í vikunni um takmörkun fjörutíu ára verðtryggðra jafngreiðslulána, svonefndra Íslandslána. Almenna reglan verður sú að ekki verður heimilt að taka verðtryggt jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. 

Undanþágur frá því verða veittar ungu fólki, tekjulágum einstaklingum og einstaklingum sem taka lán með lágu veðsetningarhlutfalli.

Þetta er á meðal aðgerða ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru á blaðamannafundi í Hörpu í dag.

Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson á fundinum í Hörpu.
Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson á fundinum í Hörpu. mbl.is/Þórður
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert