Fólk úr tveimur mismunandi fylkingum voru samankomnir á Austurvelli í dag. Annars vegar þeir sem vildu sýna samstöðu sína með flóttafólki og hælisleitendum á Íslandi og hins vegar meðlimir stjórnmálaflokksins Íslenska þjóðfylkingin sem mótmælti nýjum útlendingalögum.
Nokkrir meðlimir Samtakanna ´78 voru einnig mættir á Austurvöll með skilti meðferðis til að sýna samstöðu með flóttafólki og hælisleitendum.
Meðlimir í samstöðuhópum börðu m.a. á trumbur og spiluðu á flautu. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, var á svæðinu og ræddi við meðlimi Íslensku þjóðfylkingarinnar, í dágóða stund.