Ólíkar fylkingar á Austurvelli

Meðlimir Íslensku þjóðfylkingarinnar á Austurvelli.
Meðlimir Íslensku þjóðfylkingarinnar á Austurvelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fólk úr tveimur mismunandi fylkingum voru samankomnir  á Austurvelli í dag. Annars vegar þeir sem vildu sýna samstöðu sína með flóttafólki og hælisleitendum á Íslandi og hins vegar meðlimir stjórnmálaflokksins Íslenska þjóðfylkingin sem mótmælti nýjum útlendingalögum.

Nokkrir meðlimir Samtakanna ´78 voru einnig mættir á Austurvöll með skilti meðferðis til að sýna samstöðu með flóttafólki og hælisleitendum.

Fólk sem vildi sýna samstöðu sína með flóttafólki og hælisleitendum.
Fólk sem vildi sýna samstöðu sína með flóttafólki og hælisleitendum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Meðlimir í samstöðuhópum börðu m.a. á trumbur og spiluðu á flautu. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, var á svæðinu og ræddi við meðlimi Íslensku  þjóðfylkingarinnar, í dágóða stund.

Helgi Hrafn Gunnarsson ræðir við meðlimi Íslensku þjóðfylkingarinnar.
Helgi Hrafn Gunnarsson ræðir við meðlimi Íslensku þjóðfylkingarinnar. mbl.is/Freyr
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert