„Þetta gætu verið glæpamenn“

Liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar á Austurvelli.
Liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar á Austurvelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Inga Harðardóttir tók þátt í mótmælum Íslensku þjóðfylkingarinnar gegn nýjum útlendingalögum á Austurvelli í dag.

„Ég er á móti þessum lögum. Ég hefði viljað hafa meira eftirlit og meiri landamæri. Ég er ekki hrædd við að það komi of margir útlendingar, langt í frá. Það sem ég er hrædd við er að það komi hingað alls konar fólk sem er ekki að sýna og sanna deili á sér. Við vitum ekkert hvað er að koma, þetta gætu verið glæpamenn þess vegna, en það er öllu hleypt inn í landið með þessum lögum,“ sagði Inga.

„Það verður að vera eftirlit. Það þarf að geta sannað hvaða fólk þetta er og hvaðan það kemur. Við viljum ekki fylla landið af einhverjum glæpamönnum. Það er fínt að fá útlendinga, það er nauðsynlegt til að blanda blóði, þannig að við erum alls ekki á móti útlendingum, langt í frá.“

Frétt mbl.is: „Hingað eru flóttamenn velkomnir“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert