Vill þrífa út „skítinn“ heima fyrst

Frá Austurvelli í dag.
Frá Austurvelli í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þú þrífur skítinn út heima hjá þér fyrst áður en þú byrjar að reyna að hjálpa öðrum. Þegar gamalt fólk sveltur, sjúklingar geta ekki leyst út lyfin sín og fleira, þá er einhver skítur hér sem þarf að laga fyrst, áður en þú byrjar að moka fjármagni í fólk sem hefur lent í einhverju óláni erlendis,” segir Karl Löve, sem tók þátt í mótmælum Íslensku þjóðfylkingarinnar á Austurvelli í dag.

Hann segir að stjórnvöld þurfi að forgangsraða í fjármálum vegna þessa. „Ég mun aldrei sætta mig við að eldra fólkið sem reisti þetta á skítnum og barðist fyrir þeim réttindum sem fólk hefur í dag sé bara sett út í horn og sagt að éta það sem úti frýs. Standa í röðum við matargjafir og róta í ruslatunnum. Þetta er ómanneskjulegt.”

Frétt mbl.is: Ólíkar fylkingar á Austurvelli

Karl telur rétt að takmarka fjölda útlendinga sem er hleypt inn í landið á meðan ástandið er eins og hann lýsir því. „Síðan þarf fólk að átta sig á því að það er gefið út í kóraninum að „það skal dreifa út og við skulum ná þessu yfir“. Þetta gera þeir alls staðar. Þeir ljúga sig inn. Þegar þeim fjölgar þá verður alltaf erfiðara og erfiðara.“

Frá mótmælum Íslensku þjóðfylkingarinnar á Austurvelli.
Frá mótmælum Íslensku þjóðfylkingarinnar á Austurvelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka