Búið að tala við flesta vegna málsins

Sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra að störfum.
Sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra að störfum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ólaf­ur Þór Hauks­son héraðssak­sókn­ari seg­ir rann­sókn á máli manns sem réðst á sér­sveit­ar­mann í íbúðar­húsi í Reykja­vík nú fyrr í mánuðinum ganga vel. Málið er rann­sakað sem brot gegn vald­stjórn­inni.

Mbl.is hef­ur áður greint frá því að sam­kvæmt heim­ild­um frétta­vefjar­ins hafi lög­reglu á höfuðborg­ar­svæðinu borist beiðni um aðstoð þetta kvöld. Sér­sveit­armaður á vakt var næst­ur hús­inu af þeim lög­reglu­mönn­um sem voru við störf þetta kvöld og sinnti hann því út­kall­inu. Þegar hann kom á vett­vang réðst maður vopnaður hnífi á hann og kom til átaka á milli þeirra.

„Það er búið að taka flest­ar skýrsl­ur og rann­sókn­inni miðar ágæt­lega,“ seg­ir Ólaf­ur Þór. Búið sé að tala við flesta sem mál­inu teng­ist, en beðið sé þó eft­ir stöku upp­lýs­ing­um sem séu í ferli ann­ars staðar.

Ólaf­ur Þór ger­ir ráð fyr­ir að málið verði sent til sak­sókn­ara hjá embætt­inu á næstu vik­um.

Reyndi ít­rekað að stinga sér­sveit­ar­mann

Rann­saka árás á sér­sveit­ar­mann

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert