Súkkulaðiskólinn óskar eftir nemum

Eitt af því sem er í boði á Menningarnótt á laugardaginn er að setjast á skólabekk í Súkkulaðiskóla Omnom og fræðast um hvernig súkkulaðiframleiðsla fer fram en þar er súkkulaði framleitt úr afrískum kakó-baunum. mbl.is stóðst ekki freistinguna, tók forskot á sæluna og kom við í Súkkulaðiskólanum í dag.

Þau María Sif og Kyle sjá um að fræða fólk um súkkulaðiframleiðslu en Omnom sem var stofnað árið 2013 framleiðir 7 tegundir af súkkulaði með eftirfarandi hætti:

  • Baunirnar ristaðar, ristun ræður miklu um bragðið 
  • Skeli/hýðið baunarinnar losað frá nibbunni
  • Nibburnar eru malaðar þannig verður kakómassinn til. (Kakóbaunin er um 50% kakó og kakósmjör)
  • Leyniuppskrift: kakómassa, hrásykri (og öðru) er blandað vel saman og hinar ýmsu tegundir af Omnom súkkulaði búið til
  • Súkkulaðið er svo temprað (hitað, kælt og hitað svo aftur upp í rétt hitastig) og sett í form
  • Súkkulaðinu er handpakkað

Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert