Fékk járnstykki í andlitið

Af vinnusvæði álversins í Straumsvík.
Af vinnusvæði álversins í Straumsvík. mbl.is/Golli

Starfsmaður álversins í Straumsvík var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann seint í gærkvöldi eftir að hafa fengið járnstykki í andlitið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var maðurinn við vinnu þegar slysið varð. Ekki er talið að um alvarlegan áverka hafi verið að ræða. 

Tveir ökumenn, karl og kona, voru stöðvaðir í nótt vegna ölvunar við akstur. Karlinn var á ferð í Skeiðarvoginum og konan í Kópavoginum. 

Síðdegis í gær hafði lögreglan afskipti af manni í Hafnarfirði sem var með fíkniefni á sér og um kvöldmatarleytið var tilkynnt til lögreglu um innbrot í geymslu í fjölbýlishúsi í Breiðholti. Þar hafði verið stolið nagladekkjum, verkfærum og fleiri hlutum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert