Fjör í vöfflukaffi borgarstjóra

Vöfflugerðin vafðist ekki fyrir borgarstjóra.
Vöfflugerðin vafðist ekki fyrir borgarstjóra. mbl.is/Ófeigur

Venju samkvæmt bauð Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gestum og gangandi í vöfflukaffi í kjallaranum á heimili sínu við Óðinsgötu í tilefni Menningarnætur í Reykjavík. Borgarstjóri stóð sjálfur vaktina við vöfflujárnið og náði röðin út úr dyrum.

Dagur óskaði eftir aðstoð nágranna á Facebook-síðu sinni rétt fyrir vöfflukaffið og kallaði eftir stórvirkri kaffikönnu eða trekt í eina slíka. Þó að  tæpt hafi staðið með kaffið klikkuðu ekki vöfflurnar.

Þau Ósk Elín og Guðmundur eru fastagestir í vöffluboðinu og …
Þau Ósk Elín og Guðmundur eru fastagestir í vöffluboðinu og pósa hér með bakaranum. mbl.is/Ófeigur
Ein glóðvolg úr járninu.
Ein glóðvolg úr járninu. mbl.is/Ófeigur
Biðröðin eftir vöfflunum stóð langt út úr dyrum.
Biðröðin eftir vöfflunum stóð langt út úr dyrum. mbl.is/Ófeigur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert