Fjórmenningar unnu boðhlaupið

mbl.is/Ofeigur Lydsson

Í fyrsta sæti í boðhlaupi Reykjavíkurmaraþonsins 2016 var lið Iðnvéla og FH en sigurliðið skipa þeir Hjörtur Pálmi Jónsson, Finnbogi Gylfason, Atli Steinn Sveinbjörnsson og Hörður Jóhann Halldórsson. Í boðhlaupinu eru það tveir til fjórir keppendur sem skipta á milli sín maraþonvegalengdinni. Í öðru sæti hafnaði breska liðið West Leake Challengers og í þriðja sæti varð liðið Hofmóður.  

Frétt mbl.is: Helstu úrslit liggja fyrir

Verðlaunaafhendingu í öllum flokkum er nú lokið í Lækjargötu en hlauparar halda áfram að streyma í mark og á tímatöku að ljúka klukkan 14:40. Þá er krakkamaraþonið hafið í Hljómskálagarðinum, þar sem skemmtidagskrá verður fyrir börnin til klukkan 15:30 í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert