Helstu úrslit eru kunn í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2016. Metþátttaka var í hlaupinu í ár en keppendur voru yfir 15 þúsund talsins og söfnuðust vel yfir 92 milljónir króna í áheitasöfnuninni.
Reykjavíkurmaraþonið 2016 er jafnframt Íslandsmeistaramót í maraþoni. Arnar Pétursson var fyrstur Íslendinga í mark og er því Íslandsmeistari karla í maraþoni 2016 og fyrst íslenskra kvenna var Sigrún Sigurðardóttir. Önnur úrslit er að finna neðst í fréttinni og myndir frá hlaupinu í meðfylgjandi myndasyrpu.
Maraþon karlar:
1. David Le Porho, Kanada, 2:29:45
2. Arnar Pétursson, 2:33:15
3. Bruce Carmichael, Bretlandi, 2:40: 38
Maraþon konur:
1. Betty Bohane, Bretland, 03:06:27
2. Tanja Ilomäki, Finnland, 03:09:36
3. Rachel Parker, Bretland, 03:11:19
Hálfmaraþon karlar:
1. Hlynur Andrésson, 01:10:04
2. Kári Steinn Karlsson, 01:10:12
3. Marc Iozano, Frakklandi, 01:10:55
Hálfmaraþon konur:
1. Helen Ólafsdóttir, 01:24:32
2. Katarina Lovrantova, Slóvakíu, 01:25:05
3. Elín Edda Sigurðardóttir, 01:27:19
10 km karlar:
1. Lauri Takacsi-Nagy, Finnlandi, 33:24
2. Ingvar Hjartarson, 33:28
3. Sigurður Örn Ragnarsson, 34:22
10 km konur:
1. Arndís Ýr Hafþórsdóttir, 36:51
2. Andrea Kolbeinsdóttir, 38:28
3. Fríða Rún Þórðardóttir, 38:43
Uppfært kl. 13:47:
Úrslit í hálfmaraþoni voru ranglega skráð í fréttinni, það hefur nú verið leiðrétt.