Karnival á Klapparstíg í beinni

mbl.is/Ófeigur

Nova og tónlistarmaðurinn DJ Margeir standa í kvöld fyrir tónleikum á horni Klappartígs og Hverfisgötu sem bera heitið Karnival á Klapparstíg.

Fjölmargir tónlistarmenn munu sjá um að skemmta gestum og gangandi langt fram á kvöld. Hægt er að fylgjast með tónleikunum í beinni á mbl.is.

Menningarnótt er í dag haldin í 21. skipti og leikur veðrið við þá fjölmörgu sem hafa lagt leið sína í miðbæinn í dag.

Nova, í samstarfi við Samsung, setti fyrr í dag upp um 200 metra vatnsrennibraut á Klapparstíg en niður hana hana gátu gestir og gangandi rennt sér.

Dagskrá kvöldsins er eftirfarandi:

18.00 - KrBear + yoga moves

18.40 - Kiasmos dj set + Reykjavik Dance Festival + Dinner beat

19.40 - GusGus dj set

20.35 - Sísý Ey

20.50 - DJ Yamaho

21.40 - DJ Margeir + Högni + Unnsteinn

22.50 – RvkBatucada

Ljósmynd/Nova
Ljósmynd/Nova
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert