Menningarnótt 2016 hafin

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setur Menningarnótt 2016.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setur Menningarnótt 2016. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Menningarnótt 2016 var formlega sett Grjótaþorpinu í Reykjavík í dag klukkan 12.30. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, setti hátíðina í Álfasteinsgarði Grjótaþorpsins við lúðrablástur tónleikasveitar frá Þýskalandi. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Gísli Halldór Halldórsson, var viðstaddur opnunina en bærinn er gestasveitarfélag Menningarnætur í ár.

Eftir setninguna í Grjótaþorpinu bauð borgarstjóri Ísafjarðarbæ velkominn í Ráðhúsið. Glæsileg dagskrá er þar í boði með ísfirskri tónlist, mat og menningu. Fjallabræður munu taka lagið milli atriða frá klukkan 13-16. Hafin er dagskrá með hátt í 300 ókeypis viðburðum um alla miðborgina. Nánari upplýsingar er að finna á www.menningarnott.is

mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert