Mistök við sölu landsins

Land ríkisins í Skerjafirði sem losnaði við lokun „neyðarbrautarinnar“ er …
Land ríkisins í Skerjafirði sem losnaði við lokun „neyðarbrautarinnar“ er um 11 hektarar að stærð. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

„Við sjáum ekki annað en að þarna hafi verið gerð mistök og hljótum að reikna með því að salan verði látin ganga til baka. Sé hinsvegar staðan sú að þrátt fyrir þessa augljósu annmarka verði salan ekki afturkölluð sé orðið enn brýnna en nokkru sinni að Alþingi grípi inn í þessa óheillaþróun þegar í stað.“

Þetta segir Friðrik Pálsson, annar formanna Hjartans í Vatnsmýri sem berst fyrir Reykjavíkurflugvelli í Vatnsmýri, í Morgunblaðinu í dag. Forystumenn samtakanna efast um að gild heimild hafi verið til sölu á landi í Skerjafirði sem losnaði við lokun neyðarbrautarinnar svonefndu á Reykjavíkurflugvelli.

Þegar brautinni var lokað formlega gekk fjármálaráðuneytið frá sölu á landinu til Reykjavíkurborgar í samræmi við samkomulag sem gert var 2013. Það ár var heimild í fjárlögum fyrir samningum um söluna en hún féll niður í árslok og hefur ekki verið endurnýjuð sérstaklega síðan, eftir því sem næst verður komist.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert