Viðurkenndu sjálfstæði fyrir 25 árum

Frá Tallinn, höfuðborg Eistlands.
Frá Tallinn, höfuðborg Eistlands. Ljósmynd/Wikipedia

Nákvæmlega 25 ár eru liðin frá því að Ísland varð fyrst allra ríkja heims til að viðurkenna sjálfstæði Eistlands og Lettlands eftir fall Sovétríkjanna.

Aðeins nokkrum dögum eftir að Eystarsaltsríkin tvö lýstu yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum árið 1991 reið Ísland á vaðið og viðurkenndi sjálfstæði þeirra. Hálfu ári áður, 4. febrúar 1991, varð Ísland einnig fyrst ríkja heims til að viðurkenna sjálfstæði Litháens.

Samband Íslands og Eystrasaltsríkjanna hefur verið nokkuð gott allar götur síðan. Árið 1998 nefndu Eistar svæðið fyrir framan utanríkisráðuneyti landsins í Tallinn, höfuðborg landsins, eftir Íslandi, Islandi väljak eða Íslandstorg. Fyrir sex mánuðum var svo gata nefnd Íslandsgata í höfuðborg Litháens, Vilinus.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert