Skýrir frá sölu landsins

Lending á neyðarbrautinni.
Lending á neyðarbrautinni. mbl.is/RAX

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun leggja fram minnisblað á ríkisstjórnarfundi í dag þar sem skýrt verður frá þeim lagaheimildum sem stuðst var við við sölu á landi í Skerjafirði til Reykjavíkurborgar, sem losnaði við lokun neyðarbrautarinnar svonefndu á Reykjavíkurflugvelli.

Afsal var gefið út fyrir landskikanum í síðustu viku, í kjölfar formlegrar lokunar brautarinnar.

Í Morgunblaðinu í gær héldu áhugamenn um Reykjavíkurflugvöll því fram að ráðuneytið hefði í raun ekki haft heimild í fjárlögum til þess að láta af hendi umrætt land. Ennfremur var bent á að lagaheimild sem hefði verið í fjárlögum árið 2013 hefði aðeins náð til lands utan flugvallargirðingarinnar, en aðeins lítill hluti þess lands sem selt var, er utan girðingarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert