Miklar aðgerðir standa nú yfir á Hvammstanga vegna bifreiðar sem fór í höfnina. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til um kl. 16.15 og er komin á vettvang. Þá hefur mbl.is heimildir fyrir því að björgunarsveitin Húnar sé einnig á staðnum.
Lögreglan á Blönduósi vildi ekki veita upplýsingar um málið þegar eftir því var leitað en samkvæmt heimildum mbl.is er um að ræða fólksbifreið og mun atvikið hafa átt sér stað um kl. 16.