Bónusarnir „lykta af sjálftöku“

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í samtali við RÚV að málið …
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í samtali við RÚV að málið væri fullkomlega óeðlilegt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, seg­ir millj­óna­bónusa til handa starfs­mönn­um eign­ar­halds­fé­lags­ins Kaupþings lykta af sjálf­töku. Þetta kom fram í kvöld­frétt­um RÚV.

DV sagði frá því fyrr í vik­unni að tutt­ugu manna hóp­ur sem starfaði fyr­ir fé­lagið gæti átt von á því að fá út­hlutað sam­tals tæp­lega 1,5 millj­örðum króna í bón­us­greiðslur, ekki síðar en í lok apríl 2018.

Ég er ótrú­lega hissa á að við skul­um verða vitni að svona samn­ing­um árið 2016,“ sagði Bjarni í sam­tali við RÚV í dag. Sagði hann að „allt þetta fyr­ir­bæri sem Kaupþing er, og þess­ir samn­ing­ar, hrein­lega lykta af sjálf­töku.“

Ráðherra sagðist aðspurður ekki hafa heim­ild­ir til að „stinga sér inn í“ mál á borð við þetta en menn gætu e.t.v. huggað sig við það að lagaum­hverf­inu hefði verið breytt þannig að menn kæm­ust ekki hjá því að greiða launa­skatt af greiðsl­un­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka