Bónusarnir „lykta af sjálftöku“

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í samtali við RÚV að málið …
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í samtali við RÚV að málið væri fullkomlega óeðlilegt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir milljónabónusa til handa starfsmönnum eignarhaldsfélagsins Kaupþings lykta af sjálftöku. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

DV sagði frá því fyrr í vikunni að tuttugu manna hópur sem starfaði fyrir félagið gæti átt von á því að fá úthlutað samtals tæplega 1,5 milljörðum króna í bónusgreiðslur, ekki síðar en í lok apríl 2018.

Ég er ótrúlega hissa á að við skulum verða vitni að svona samningum árið 2016,“ sagði Bjarni í samtali við RÚV í dag. Sagði hann að „allt þetta fyrirbæri sem Kaupþing er, og þessir samningar, hreinlega lykta af sjálftöku.“

Ráðherra sagðist aðspurður ekki hafa heimildir til að „stinga sér inn í“ mál á borð við þetta en menn gætu e.t.v. huggað sig við það að lagaumhverfinu hefði verið breytt þannig að menn kæmust ekki hjá því að greiða launaskatt af greiðslunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka