Lækka verð til sauðfjárbænda um 12%

SAH og Sláturfélag Vopnafjarðar hafa lækkað verð til bænda um …
SAH og Sláturfélag Vopnafjarðar hafa lækkað verð til bænda um 12%. Sigurður Bogi Sævarsson

Sláturhús SAH afurða á Blönduósi hefur lækkað verð til bænda um 12%, en það er til samræmis við verðskrá Sláturfélags Vopnfirðinga sem kynnt var í gær. Ástæður lækkunarinnar eru sagðar þær að bændur skuli bera tap vegna uppsafnaðra birgða af gærum og aukaafurðum og þá sé gengisþróun óhagstæð. 

Í tilkynningu á vef Landssambands sauðfjárbænda er lækkunin hörmuð og sagt að harkaleg lækkun sæti furðu á meðan innanlandssala eykst, vextir fari lækkandi og efnahagshorfur séu góðar og heimsmarkaðsverð á lambakjöti sé á uppleið. Samtökin telja í röksemdafærslu beggja fyrir lækkun einsýnt að hvorki bændur né sláturleyfishafar hagnist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert