Líf Sigga hakkara utan veggja fangelsis

Sigurður Ingi Þórðarson er betur þekktur sem Siggi hakkari. Hann …
Sigurður Ingi Þórðarson er betur þekktur sem Siggi hakkari. Hann var á síðasta ári dæmdur í 3 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 9 piltum. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, var á dögunum látinn laus úr fangelsi en hann var í fyrra dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot og tælingu gegn 9 piltum. Sigurður sætir nú rafrænu eftirliti með ökklaband.

Sigurði eru settar ýmsar skorður en hér á eftir verður rakið hvað það þýðir að sæta rafrænu eftirliti, sem er ætlað að undirbúa fanga fyrir komu út í samfélagið að nýju.

6 mánuðir með ökklaband

Í fréttum fjölmiðla af málinu hefur komið fram að Sigurður hafi aðeins setið í fangelsi í 9 mánuði, en hann hafði þó áður setið í gæsluvarðhaldi vegna brotanna, og kom sá tími til frádráttar þegar að afplánuninni kom.

Meginreglan er sú að fangar afpláni að minnsta kosti helming refsitímans. Fangar sem eru undir 21 árs þegar þeir fremja brot eiga hins vegar, að uppfylltum skilyrðum, möguleika á reynslulausn eftir 1/3 hluta refsitímans. Sigurður er 23 ára gamall en brotin voru framin á árunum 2011 til 2014, þegar Sigurður var 18 til 21 árs.

Þegar lögum um fullnustu refsinga var breytt í vor var rafrænt eftirlit rýmkað mikið. Þar sem Sigurður var dæmdur í þriggja ára fangelsi fær hann að afplána 6 mánuði undir rafrænu eftirliti.

20 fengið ökklaband það sem af er ári

Á þessu ári hafa tuttugu fangar hafið afplánun undir rafrænu eftirliti, og af þeim hefur einn rofið rafrænt eftirlit, samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun. Á síðustu árum hafa á bilinu 26 til 45 hafið afplánun undir rafrænu eftirliti á ári, en aldrei hafa fleiri en tveir rofið rafrænt eftirlit á ári. Meðalfjöldi þeirra sem eru undir rafrænu eftirliti á dag eru 6,6 það sem af er ári.

Brot þeirra fanga sem hafa fengið að ljúka afplánun undir rafrænu eftirliti eru ýmiss konar, en flestir þeirra sem fá að nýta þessa fullnustu hafa framið fíkniefnabrot eða 34%. Þá hafa 17% þeirra fanga sem hafa farið í rafrænt eftirlit framið ofbeldisbrot, 13% framið auðgunarbrot og 12% framið kynferðisbrot. Loks hafa 11% framið umferðarlagabrot, 5% framið rán, 5% framið manndráp og 3% framið annars konar brot.

Taka ekki á móti föngum sem hafa brotið kynferðislega gegn börnum

Fangar sem fá að ljúka sinni afplánun í rafrænu eftirliti fara oft á tíðum á áfangaheimilið Vernd, sem er einkarekið fyrirtæki í eigu félagasamtakanna Vernd, fangahjálp. Þeir aðilar sem brotið hafa kynferðislega gegn börnum teljast ekki hæfir til vistunar á Vernd. Vernd er ekki stofnun og lýtur því ekki stjórnsýslulögum. Því getur stofnunin ákveðið hvers kyns brotamenn teljast hæfir til vistar án þess að það teljist brot á meginreglu stjórnsýslulaga.

Fangar geta fengið að ljúka afplánun með ökklaband ef Fangelsismálastofnun …
Fangar geta fengið að ljúka afplánun með ökklaband ef Fangelsismálastofnun samþykkir það. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Þarf að aðlagast samfélaginu á ný

Skilyrði rafræns eftirlits eru talin upp í 33. gr. laga nr. 15/2016 og eru þau m.a. að fangi teljist hæfur til að sæta rafrænu eftirliti og hafi fastan dvalarstað sem samþykktur hefur verið af Fangelsismálastofnun. Þá þarf maki fanga, forsjáraðili, nánasti aðstandandi eða húsráðandi að samþykkja að hann sé undir rafrænu eftirliti á sameiginlegum dvalarstað þeirra auk þess sem fangi þarf að vera í vinnu, námi, starfsþjálfun, meðferð eða að sinna öðrum verkefnum sem Fangelsismálastofnun hefur samþykkt og eru liður í aðlögun hans að samfélaginu á ný.

Fangi má ekki hafa rofið skilyrði rafræns eftirlits á síðustu þremur árum og má ekki hafa mál til meðferðar hjá lögreglu, ákæruvaldi eða dómstólum þar sem hann er grunaður um refsiverðan verknað.

Má ekki fara út eftir klukkan 21 um helgar

Þá eru skilyrði í rafrænu eftirliti talin upp í 34. gr. sömu laga. Samkvæmt þeim skal Sigurður vera undantekningalaust á dvalarstað sínum frá kl. 23 til kl. 7, mánudaga til föstudaga og frá kl. 21 til kl. 7 laugardaga og sunnudaga. Þá er honum einnig skylt að vera á dvalarstað sínum ef hann sækir ekki vinnu, nám, starfsþjálfun, meðferð eða önnur verkefni sem Fangelsismálastofnun hefur samþykkt á virkum degi vegna veikinda eða af öðrum ástæðum, nema með samráði við Fangelsismálastofnun.

Þá má hann ekki neyta áfengis eða ávana- og fíkniefna og má ekki vera grunaður um refsiverðan verknað. Heimilt er að krefjast þess að fangi undirgangist rannsókn á öndunarsýni eða blóð- og þvagrannsókn. Synjun fanga á slíkri rannsókn gildir sem rof á skilyrðum rafræns eftirlits.

Hægt að setja umgengni við aðra skorður

Auk þess getur Fangelsismálastofnun sett föngum skorður, varðandi umgengni við aðra og iðkun tómstundastarfa. Ef fangar hafa brotið kynferðislega gegn börnum er til að mynda hægt að setja umgengni þeirra við börn skorður, auk þess sem hægt er að banna föngum að nota netið.

Greint var frá því á vef Stundarinnar að umræður hafi myndast um það á Facebook-síðu foreldris barns í Salahverfi að Sigurður hafi sést í sundlauginni í Salahverfi og lýstu foreldrar yfir áhyggjum sínum af því að hann væri í kringum börn. Eins og fram kom getur Fangelsismálastofnun hins vegar sett þær skorður að Sigurður fari ekki í sund á skólatíma eða fari ekki inn á skólalóðir.

Ef Sigurður rýfur skilyrði fyrir fullnustu getur Fangelsismálastofnun ákveðið að hann verði fluttur aftur í afplánun í fangelsi. Þetta getur gerst ef hann stundar ekki vinnu, nám, starfsþjálfun eða meðferð sem var forsenda fullnustu utan fangelsis, eða strjúki af heimili.

Sigurður Ingi Þórðarson mætir í þingfestingu í Héraðsdómi Reykjaness.
Sigurður Ingi Þórðarson mætir í þingfestingu í Héraðsdómi Reykjaness. Mynd/Pressphotos.biz

Braut 40 sinnum gegn einum drengjanna

Sig­urður var eins og áður sagði ákærður fyr­ir brot gegn níu drengj­um. Í dómnum gegn honum kem­ur fram að meðal ann­ars hafi hann brotið kyn­ferðis­lega gegn ein­um pilt­anna alls 40 sinn­um á tveggja ára tíma­bili er dreng­ur­inn var 15-17 ára. Hét Sig­urður pilt­in­um pen­inga­greiðslum, að láta hon­um í té sím­tæki, tölv­ur og bif­reiðar, og gera samn­ing þar um, auk þess sem hann taldi pilt­in­um trú um að hann gæti með tölvukunn­áttu sinni lag­fært skráða punkta í skóla og út­vegað hon­um próf. Sig­urður nálgaðist pilt­inn í gegn­um sam­skipti á net­inu, einkum Face­book, þar sem hann bauð greiðslur af ýmsu tagi fyr­ir munn- og endaþarms­mök. Flest­ir voru þeir á aldr­in­um 15 og 16 ára þegar brot­in voru fram­in.

Greiðslurn­ar áttu meðal ann­ars að fel­ast í ut­an­lands­ferðum, tölv­um, sím­um, pen­ing­um, reksri  á sím­um og nettteng­ing­um. Sem og að bjóðast til þess að hakka sig inn í tölvu­kerfi í skól­um þeirra, breyta mæt­ing­ar­skrán­ingu og ein­kunn­um. 

Sig­urður braut gegn ein­um drengj­anna alls fimmtán sinn­um. Þau brot voru fram­in á rúm­um tveim­ur mánuðum þegar dreng­ur­inn var sex­tán ára gam­all. Taldi Sig­urður drengn­um trú um að hann fengi háar pen­inga­greiðslur og bif­reiðar að láni. Eins að greiða fyr­ir rekst­ur á gsm-síma, netteng­inu og sjón­varps­áskrift­ir. Jafn­framt að út­vega hon­um er­lend­an banka­reikn­ing o.fl. gegn kyn­mök­um. 

Persónuleikaröskun sem jaðrar við siðblindu

Í niður­stöðu dóm­ara kom fram að brot Sig­urðar hefðu verið um­fangs­mik­il og brota­vilji hans ein­beitt­ur. Var það virt hon­um til refsiþyng­ing­ar. „Fram kemur í vottorði geðlæknis, sem lagt hefur verið fram í málinu, að það sem hrjái ákærða virðist vera andfélagsleg persónuleikaröskun sem jaðri við siðblindu,“ segir í dómnum.

Hon­um til máls­bóta var hins veg­ar virt ský­laus játn­ing hans og það að hann samþykkti að greiða öll­um brotaþolum miska­bæt­ur. Eins hafði ung­ur ald­ur Sig­urðar áhrif til refsi­lækk­un­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert