Yfirlæknir gagnrýnir bónusa Kaupþings

Kaupþing.
Kaupþing. mbl.is/Ómar

Ásgeir Haraldsson, prófessor í barnalækningum og yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins, setti nýlega inn færslu á Facebook þar sem hann gagnrýnir fregnir um að tuttugu manna hópur hjá eignarhaldsfélagi Kaupþings gæti fengið úthlutað samtals tæplega 1,5 milljarða króna í bónus.

Frétt mbl.is: Gætu fengið 1,5 milljarða í bónusgreiðslur

Ásgeir segir bónusana álíka háa og laun allra starfsmanna spítalans á einu ári. 

„Ég set hana inn af því að mér finnst þetta svo hróplegt misræmi. Hér vinna 200 manns mikið starf, bera mikla ábyrgð og leggja sig hart fram en engum dettur í hug að fara fram á einhverja bónusa, hvað þá hundruð milljóna,“ segir Ásgeir, spurður út færsluna.

„Ég held að það sé ekki síður í heilbrigðisgeiranum og menntageiranum sem er ástæða til að greiða bónusa frekar en í fjármálageiranum.“

Kom þessi frétt um bónusana þér á óvart? „Nei, þetta lá kannski í loftinu en þetta er sorglegt.“

Ásgeir Haraldsson.
Ásgeir Haraldsson.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert