Barist fyrir lífi Árnasafns

Árnasafn í Kaupmannahöfn varðveitir nær helming allra hinna fornu skinnhandrita …
Árnasafn í Kaupmannahöfn varðveitir nær helming allra hinna fornu skinnhandrita sem Íslendingar skráðu á miðöldum. Ljosmynd/Nordisk Forskningsinstitut

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra mun í fyrirhugaðri heimsókn sinni til Danmerkur 11. til 13. september nk. ræða áhyggjur starfsmanna Árnasafns í Kaupmannahöfn um framtíð stofnunarinnar við danska ráðamenn.

Danskt ráðgjafarfyrirtæki leggur til í nýrri skýrslu að húsnæði hennar í háskólahverfinu á Amager verði rýmt þar sem starfsemin standi ekki undir sér fjárhagslega. Árnasafn er deild innan Nordisk Forskningsinstitut sem er hluti af hugvísindasviði Kaupmannahafnarháskóla.

Tillögur ráðgjafanna sem taka til fleiri þátta í rekstri hugvísindasviðs, eiga hljómgrunn innan háskólans þar sem unnið er að hagræðingu og miklum sparnaði. „Við erum mjög áhyggjufull yfir stöðu mála,“ segir Gottskálk Jensson, rannsóknardósent á Árnasafni, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert