Tálgað af lögboðnu hlutverki skólanna

Skólastjórnendur hafa þungar áhyggjur af stöðu mála
Skólastjórnendur hafa þungar áhyggjur af stöðu mála mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Skólastjórnendur í grunn- og leikskólum í Reykjavík funduðu í gær um ástandið í rekstri skóla borgarinnar.

Niðurskurðarhnífurinn hefur verið á lofti undanfarin ár og í ályktun frá stjórnendum í grunnskólum borgarinnar segir að svo sé komið að lögbundnu skólastarfi verði ekki sinnt miðað við núverandi aðstæður. Á fundi leikskólastjórnenda var samþykkt ályktun sem verður afhent í ráðhúsi Reykjavíkur á morgun.

Þorsteinn Sæberg, skólastjóri í Árbæjarskóla, segir að sá langvarandi niðurskurður sem grunnskólar í borginni hafi mátt sæta hafi leitt til þess að endar nái ekki saman á milli ára. „Grunnskólar eru komnir á þann stað að þeir eru að færa halla í rekstri á milli ára að skipan borgaryfirvalda. Ef við erum ekki með nægilegt fjármagn til að reka skólana eins og staðan er í dag breytist það ekki á milli ára. Miðað við óbreytt framlag til skólanna verður til ört vaxandi vandi. Það eru engin teikn á lofti um að verið sé að fara að bæta fé í rekstur skólanna. Þegar búið er að skera inn að beini er ekkert eftir nema að tálga af því lögboðna hlutverki sem við eigum að sinna,“ segir Þorsteinn í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert