Íhugar stofnun starfshóps

Sigurður Ingi forsætisráðherra.
Sigurður Ingi forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra íhugar að stofna starfshóp til að athuga hvernig löggjafinn geti brugðist við háum kaupaukagreiðslum eignarhaldsfélaga gömlu bankanna til starfsmanna sinna og stjórnenda.

Sagði Sigurður Ingi þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2. Tók hann fram að hann teldi kaupaukagreiðslurnar „taktlausar, eða jafnvel siðlausar“.

Morgunblaðið greindi í morgun frá því að öll þrjú eignarhaldsfélög gömlu bankanna hygðust greiða starfsmönnum eða stjórnum kaupauka. Í tilfelli Kaupþings geta greiðslurnar numið samtals tæplega 1,5 milljörðum króna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert