Starfi án áhrifa frá ráðuneytum

Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mik­il­vægt er að sjálf­stæðar eft­ir­lits­stofn­an­ir sinni störf­um sín­um án áhrifa frá því ráðuneyti sem þær heyra stjórn­skipu­lega und­ir. Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í áliti stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is um skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar þings­ins um aðdrag­anda og or­sak­ir erfiðleika og falls spari­sjóðanna. Bent er á að aðkoma fjár­málaráðuneyt­is­ins að end­ur­reisn fjár­mála­kerf­is­ins, þar með talið spar­sjóðskerf­is­ins, og hafi verið mik­il á síðasta kjör­tíma­bili og gæti ráðuneytið því ekki vísað allri ábyrgð á hend­ur eft­ir­litsaðilum.

Sú ákvörðun að end­ur­reisa fjár­mála­kerfið hafi fyrst og fremst verið póli­tísk. Ekki er hins veg­ar tekið und­ir það að eft­ir­lits­stofn­an­ir hafi sætt póli­tísk­um þrýst­ingi frá ráðuneyt­inu. Þar er sér­stak­lega vísað til þeirr­ar ákvörðunar að end­ur­reisa Spari­sjóð Kefla­vík­ur. Hlut­verk og ábyrgð stofn­ana sem komu að mál­efn­um spari­sjóðsins hafi verið skýr og þær tekið sjálf­stæðar ákv­arðanir. Und­ir­bún­ingi fyr­ir end­ur­reisn Spari­sjóðs Kefla­vík­ur hafi verið áfátt. Ekki hafi til að mynda verið litið til allra fyr­ir­liggj­andi gagna áður en til þess kom.

„Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd tel­ur að skýrsla fjár­málaráðherra fyr­ir rann­sókn­ar­nefnd­inni bendi til þess að stjórn­völd hafi ekki litið til allra fyr­ir­liggj­andi gagna við töku ákvörðunar um end­ur­reisn Spari­sjóðsins í Kefla­vík. Nefnd­in tel­ur að við þess­ar aðstæður, þar sem fyr­ir­sjá­an­leg voru mik­il út­gjöld rík­is­sjóðs, hefði verið eðli­legt að kalla eft­ir öll­um gögn­um er málið vörðuðu,“ seg­ir í áliti nefnd­ar­inn­ar. Rann­sókn­ar­skýrsl­an sýni að spari­sjóður­inn hafi haldið áfram starf­semi þrátt fyr­ir að op­in­ber gögn hafi bent til sí­fellt verri stöðu hans. 

Lág­marks­regl­ur látn­ar duga

Fram kem­ur enn­frem­ur að þáver­andi fjár­málaráðherra, Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, hafi hins veg­ar ekki minnst þess að hafa verið upp­lýst­ur um að staða Spari­sjóðs Kefla­vík­ur væri jafn slæm og hún raun­veru­lega hafi verið. Bent er enn­frem­ur á að marg­ir spar­sjóðanna hafi fjar­lægst upp­haf­legt hlut­verki sitt sem hafi aðgreint þá frá viðskipta­bönk­un­um. „Um­fjöll­un um breytt eðli spari­sjóðanna var hins veg­ar tak­mörkuð og hefði verið æski­legt að mati nefnd­ar­inn­ar að mark­viss umræða um stöðu þeirra og framtíð hefði farið fram.“

Enn­frem­ur seg­ir í áliti stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að inn­an nefnd­ar­inn­ar hafi komið fram þau sjón­ar­mið að stjórn­völd hefðu mátt kanna frek­ar hvort aðrar leiðir hefðu verið fær­ar til að tryggja inn­stæður en að end­ur­reisa Spari­sjóðinn í Kefla­vík sem Spkef spari­sjóð með til­heyr­andi kostnaði fyr­ir rík­is­sjóð líkt og síðar hafi verið gert. Sömu­leiðis er tekið und­ir með rann­sókn­ar­nefnd­inni varðandi skort á varðveislu gagna og upp­lýs­inga hjá sam­ráðsvett­vangi stjórn­valda. Skýr skipt­ing ábyrgðar í stjórn­sýsl­unni sé mik­il­væg.

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd fjall­ar enn­frem­ur um hluta­fé­laga­væðingu spari­sjóðanna með lög­um árið 2001 og aðdrag­anda henn­ar. „Með hliðsjón af þeim at­b­urðum og laga­setn­ingu sem fylgdi í kjöl­farið hefði laga­setn­ing­in þurft að vera vandaðri og bet­ur und­ir­bú­in.“ Enn­frem­ur er lögð áhersla í því sam­bandi á mik­il­vægi þess að þing­mönn­um gef­ist ráðrúm til þess að taka frum­vörp til fag­legr­ar skoðunar og upp­lýstr­ar mál­efna­legr­ar umræðu.

„Þá vek­ur nefnd­in at­hygli á um­fjöll­un í skýrsl­unni um inn­leiðingu Evr­ópu­reglna á fjár­mála­markaði, þar sem m.a. kem­ur fram að al­mennt hafi ekki verið val­in sú leið að nota það svig­rúm sem leiðir af gerðum Evr­ópu­sam­bands­ins til að setja strang­ari regl­ur um starfs­heim­ild­ir fjár­mála­fyr­ir­tækja, held­ur voru lág­marks­kröf­ur al­mennt látn­ar duga.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert