Milljarða tjón fyrir skattgreiðendur

Brynjar sagði að farið hefði verið gegn öllum ráðleggingum.
Brynjar sagði að farið hefði verið gegn öllum ráðleggingum. mbl.is/Árni Sæberg

Brynj­ar Ní­els­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, sagði það grafal­var­legt ef rétt væri að stjórn­völd og fjár­málaráðuneytið hefðu ekki verið upp­lýst um öll þau gögn sem fyr­ir lágu um stöðu Spari­sjóðs Kefla­vík­ur, þegar ákvörðun var tek­in um að reyna að halda hon­um á floti á síðasta kjör­tíma­bili. Sú ákvörðun hafi haft í för með sér millj­arða tjón fyr­ir skatt­greiðend­ur.

Rætt var um skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is um aðdrag­anda og or­sak­ir erfiðleika og falls spari­sjóðanna á Alþingi í gær. Til­efnið var ný­út­komið álit stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar á skýrsl­unni.

Ögmund­ur Jónas­son, formaður þeirr­ar nefnd­ar, sagði í ræðu sinni að ljóst væri að víða hefðu verið brota­lam­ir í rekstri spari­sjóðanna fyr­ir fall þeirra. Allt hefði miðast að því að gera þá sem lík­asta bönk­un­um og að þeir hefðu með því fjar­lægst gömlu gildi spari­sjóðanna.

Spari­sjóðirn­ir tekn­ir út fyr­ir sviga

Brynj­ar, sem einnig á sæti í nefnd­inni, benti á að við end­ur­reisn fjár­mála­kerf­is­ins hefði önn­ur leið verið far­in í til­viki spari­sjóðanna, þeir hefðu í raun verið tekn­ir út fyr­ir sviga.

„Við í nefnd­inni ein­blínd­um svo­lítið á gerðir stjórn­valda í kring­um Spari­sjóðinn í Kefla­vík, sem átti sam­kvæmt póli­tískri ákvörðun að vera grunnstoð í end­ur­reisn spari­sjóðakerf­is­ins. Niðurstaða okk­ar er að hér hafi verið gerð mis­tök, sem kostað hafi skatt­greiðend­ur mikið fé, meira held­ur en þurfti, ef far­in hefði verið sama leið og far­in var við end­ur­reisn annarra fjár­mála­fyr­ir­tækja.“

Brynj­ar sagði að eðli­legt væri að at­huga hvort næg­ar for­send­ur hefði verið fyr­ir póli­tísk­um ákvörðunum eins og þess­ari.

„Það ligg­ur fyr­ir, þegar rak­in er þróun mála Spari­sjóðsins í Kefla­vík, frá mars 2009, og síðar SpKef spari­sjóðs, að staða hans versnaði frá mánuði til mánaðar. Í upp­hafi var ljóst að eig­in­fjár­hlut­fall sjóðsins var und­ir lág­marki, sam­kvæmt 84. grein laga um fjár­mála­fyr­ir­tæki, og þá hafði FME gert skýrslu í sept­em­ber 2008 um út­lána- og markaðsáhættu sjóðsins, þar sem niðurstaðan gaf mjög dökka mynd af stöðu hans. FME gaf þá spari­sjóðnum ít­rekaðan frest til að upp­fylla lög­bundn­ar kröf­ur um eig­in­fjár­hlut­fall.“

Samruni SpKef og Landsbankans var kynntur á blaðamannafundi í mars …
Samruni SpKef og Lands­bank­ans var kynnt­ur á blaðamanna­fundi í mars árið 2011. mbl.is/Þ​órður

Staða sjóðsins fór sí­fellt versn­andi

Þegar skoðuð væru öll gögn sem legið hefðu fyr­ir eft­ir vinnu Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, Seðlabank­ans og fjár­málaráðuneyt­is­ins, um stöðu sjóðsins, væri ljóst að staða hans fór sí­fellt versn­andi.

„Ítrekað engu að síður, voru veitt­ir frest­ir. Útil­okað er að rétt­læta það með nokkr­um hætti, að mínu viti, að FME skyldi veita sex mánuði í viðbót eft­ir sex mánaða fram­leng­ingu á und­anþág­unni. Án þess að geta gefið nokk­ur hald­góð rök fyr­ir því þegar full­trú­ar FME komu fyr­ir stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd.“

Brynj­ar sagði það ekki ljóst hvort þessi afstaða Fjár­mála­eft­ir­lits­ins hefði haft áhrif á póli­tíska ákvörðun­ar­töku, en marg­ir væru þó á þeirri skoðun að því hefði verið öf­ugt farið, hin póli­tíska afstaða hefði haft áhrif á ákvörðun FME.

„Ekki ætla ég að vera neinn dóm­ari í því. En það breyt­ir því ekki að þarna er farið gegn öll­um ráðlegg­ing­um, öll­um upp­lýs­ing­um sem lágu fyr­ir um stöðu sjóðsins.“

Steingrímur J. Sigfússon var fjármálaráðherra þegar ákvörðun var tekin um …
Stein­grím­ur J. Sig­fús­son var fjár­málaráðherra þegar ákvörðun var tek­in um mál­efni sjóðsins. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Vill skoða sam­ein­ingu Seðlabank­ans og FME

Mönn­um hafi mátt vera það kunn­ugt að þessi áfram­hald­andi ta­prekst­ur, mánuð eft­ir mánuð, myndi á end­an­um hafa í för með sér tjón fyr­ir skatt­greiðend­ur. Í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar komi fram að tjónið hafi verið í kring­um 25 til 26 millj­arðar.

„Það sem er ámæl­is­vert er það, að stjórn­völd virðast hafa látið liggja í léttu rúmi hver niðurstaðan yrði, vegna þess að það hafi verið ein­hvers kon­ar póli­tísk ákvörðun um að gera þetta.“

Benti hann á að þáver­andi fjár­málaráðherra, Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, hefði sagt fyr­ir rann­sókn­ar­nefnd­inni að ef hann hefði vitað af skýrslu Fjár­mála­eft­ir­lits­ins frá sept­em­ber 2008, þá hefði verið gripið í taum­ana strax.

„Þannig það virðist vera að stjórn­völd og ráðuneytið hafi ekki verið upp­lýst um öll gögn sem lágu fyr­ir um stöðu sjóðsins. Það er auðvitað grafal­var­legt ef rétt er.“

Brynj­ar sagði að lok­um að málið gæfi efni til að end­ur­skoða hvort sam­eina ætti Fjár­mála­eft­ir­litið og Seðlabank­ann, til að hafa eft­ir­lit og upp­lýs­ing­ar und­ir einu þaki.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert