Skaðlegar rómantískar hugmyndir

Birgir Ármannsson í ræðustól Alþingis.
Birgir Ármannsson í ræðustól Alþingis. mbl.is/Eggert

Birg­ir Ármanns­son þingmaður Sjálf­stæðis­flokks seg­ir að um haustið 2008 hafi stjórn­mála­menn þurft að taka stór­ar ákv­arðanir und­ir gríðarleg­um þrýst­ingi, án þess að heild­ar­mynd vand­ans sem við væri að glíma hafi verið nokkr­um ljós.

Rætt var á Alþingi í gær um skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is um aðdrag­anda og or­sak­ir erfiðleika og falls spari­sjóðanna. Til­efnið var ný­út­komið álit stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar á skýrsl­unni.

„Ákvarðanir sem síðar eru tekn­ar, og varða þá meðal ann­ars ör­lög spari­sjóðanna, eru auðvitað ekki tekn­ar und­ir sömu kring­um­stæðum. Þetta held ég að menn verði að hafa í huga,“ sagði Birg­ir.

Gagn­rýnt í tíð síðustu rík­is­stjórn­ar

Því næst vék hann máli sínu að Spari­sjóðnum í Kefla­vík, og sagði ekki nægi­lega traust­ar for­send­ur hafa verið fyr­ir því að leyfa áfram rekst­ur sjóðsins á sín­um tíma.

„Það sem kem­ur fram í skýrsl­unni er að rót­in að því að slík­ar ákv­arðanir voru tekn­ar var póli­tísk­ur vilji til þess að viðhalda spari­sjóðakerf­inu. En það eru auðvitað tak­mörk fyr­ir því hvaða ákv­arðanir menn geti rétt­lætt á póli­tísk­um for­send­um, ef mjög sterk rök hníga í aðra átt, og upp­lýs­ing­ar liggja fyr­ir sem gera eiga mönn­um ljóst að þeim mark­miðum sem stefnt er að verður ekki náð.“

Steingrímur J. Sigfússon gegndi embætti fjármálaráðherra á síðasta kjörtímabili.
Stein­grím­ur J. Sig­fús­son gegndi embætti fjár­málaráðherra á síðasta kjör­tíma­bili. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Höfðu ekki aðgang að sömu upp­lýs­ing­um

Ítrekaði Birg­ir gagn­rýni Brynj­ars Ní­els­son­ar og benti á að þessi ákvörðun fjár­málaráðherr­ans Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar hefði einnig mætt gagn­rýni í tíð síðustu rík­is­stjórn­ar.

„Það má segja að mjög margt í þess­ari skýrslu renni stoðum und­ir þá gagn­rýni sem þá var haldið á lofti.“

Birg­ir viður­kenndi að á síðasta kjör­tíma­bili hefðu þing­menn allra flokka tekið þátt í umræðum um framtíð spari­sjóðakerf­is­ins og lýst yfir áhuga sín­um á að viðhalda því.

„En ég hygg að þegar við tók­um þátt í þeim umræðum í þingsal og lét­um um­mæli í þeim efn­um falla höf­um við ekki haft aðgang að sömu upp­lýs­ing­um, skýrsl­um og grein­ing­um og þeir sem voru við stjórn­völ­inn.“

Kerfi sem einu sinni var

Að lok­um sagði Birg­ir að þótt hægt væri að deila um hversu mikið tjón í millj­örðum talið hefði hlot­ist af ákvörðunum af þessu tagi, „verður engu að síður að horf­ast í augu við að það geti verið skaðlegt fyr­ir stjórn­mála­menn að ætla að taka ákv­arðanir und­ir þess­um kring­um­stæðum á for­send­um róm­an­tískra hug­mynda um að hægt sé að viðhalda kerfi, sem einu sinni var, og einu sinni þjónaði til­gangi en er óvíst að eigi við með sama hætti í breyttu um­hverfi“.

Guðlaugur Þór sagði alla hafa varað við leið síðustu ríkisstjórnar.
Guðlaug­ur Þór sagði alla hafa varað við leið síðustu rík­is­stjórn­ar. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

„Van­mát­um hvað var í gangi“

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son tók einnig til máls um spari­sjóðinn og sagði það ekki vera í fyrsta skipti, allt síðasta kjör­tíma­bil hefði hann ásamt fleiri þing­mönn­um gagn­rýnt ákv­arðanir stjórn­valda en gert hefði verið lítið úr þeim áhyggj­um.

„Þegar niður­stöður skýrsl­unn­ar eru skoðaðar kem­ur í ljós að all­ar þær áhyggj­ur sem við höfðum, og all­ar þær at­huga­semd­ir sem við sett­um fram, reynd­ust því miður rétt­mæt­ar. Má í raun segja að ef eitt­hvað var van­mát­um við hvað var í gangi.

All­ir vöruðu við þeirri leið sem far­in var af hálfu síðustu rík­is­stjórn­ar. Og málið er mjög ein­falt; vegna þess að þessi leið var far­in kostaði hún millj­arða fyr­ir ís­lenska skatt­greiðend­ur.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert