Komu á vettvang tveimur tímum síðar

Hvammstangi.
Hvammstangi. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Lögreglan á Norðurlandi vestra kom á vettvang tveimur klukkutímum eftir að tilkynnt var til Neyðarlínunnar um að bifreið hefði farið fram af bryggjunni á Hvammstanga 24. ágúst. Ökumaður bif­reiðarinnar sem fór í höfn­ina á Hvammstanga var lát­inn þegar bif­reiðin fannst. 

Frétt mbl.is: Bifreið í höfnina á Hvammstanga

Frétt mbl.is: Var látinn þegar bifreiðin fannst

Fjallað var um málið á fundi byggðaráðs Húnaþings vestra á mánudag en Fréttablaðið fjallar um málið í dag.

Byggðaráðið fékk Pál Björnsson, lögreglustjóra Norðurlands vestra, og Kristján Þorbjörnsson yfirlögregluþjón á fund sinn til þess að fara yfir málið og lýsti byggðaráðið yfir áhyggjum sínum yfir óviðunandi stöðu og fámenni lögreglunnar á Norðurlandi vestra.

Sveitarstjóra var falið að gera greinargerð um stöðuna og fá fund með innanríkisráðherra að nýju. 

Fundargerð byggðaráðsins

Frétt Fréttablaðsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert