Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara felldi nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga í atkvæðagreiðslu sem stóð dagana 31. ágúst til 5. september. 67,1% þátttaka var í atkvæðagreiðslunni og kusu 3.028 af 4.513 á kjörskrá. 1.201 eða 39,67% samþykktu samninginn, en 1.740 félagar sögðu nei, en það eru 57,46% á kjörskrá. Auðir seðlar voru 87 talsins.
Þetta er í annað sinn sem grunnskólakennarar fella kjarasamning í atkvæðagreiðslu, en í júní sl. var samningurinn felldur í atkvæðagreiðslu sem stóð dagana 2. til 9. júní. Þá sögðu yfir 70% kennara nei.