Ákvörðunin kom Bjarna á óvart

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það hafa komið sér á óvart að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Pálsson hafi gengið til liðs við Viðreisn.

„Ég get nú ekki annað sagt en að það kemur mér á óvart að fólk sem hefur tekið þátt í að móta stefnu Sjálfstæðisflokksins og fylgja henni eftir, við höfum starfað saman við að fylgja þeirri stefnu eftir, að það skuli kjósa að taka þessa ákvörðun,“ sagði Bjarni í samtali við kvöldfréttir Rúv.

Frétt mbl.is: Þorgerður og Þorsteinn í Viðreisn

Hann sagði ákvörðun þeirra ekki breyta neinu fyrir sjálfstæðismenn.

Þorgerður Katrín hefur talað um að Viðreisn væri frjálslynt afl. Spurður hvort Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki nógu frjálslyndur sagði hann: „Sjálfstæðisflokkurinn er tvímælalaust frjálslynt hægrisinnað afl. Við erum flokkur sem vill ekki ganga í Evrópusambandið,“ sagði hann.

Hann bætti við að Viðreisn hafi orðið til um hugsjónina um að ganga í ESB, sem honum þykir vera tímaskekkja, því frekar sjái hann flokka verða til um það að ganga úr ESB.

Bjarni sagði að aldrei hafi verið meirihluti fyrir því á Íslandi ganga í ESB og aldrei hafi verið meiri ástæða fyrir því að halda sig frá því en einmitt núna. 

„Mér finnst það veikt þegar menn segja: „Við ætlum ekki  í Evrópusambandið. Við ætlum bara að ræða við Evrópusambandið. Þetta er auðvitað engin stefna.“

Bauð Þorgerði Katrínu annað sætið 

Í viðtali við Kastljós greindi Þorgerður Katrín frá því að Bjarni Benediktsson hefði hvatt hana til þess að taka þátt í prófkjöri Sjálfsstæðisflokksins og að hún myndi taka annað sætið á lista í Kraganum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka