Fallvörnum ábótavant á verkstað

Vinnusvæðið sem um ræðir.
Vinnusvæðið sem um ræðir. mbl.is/Ófeigur

Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins, segir fallvörnum hafa verið ábótavant á verkstað við Hafnartorg í miðbæ Reykjavíkur þar sem vinnuslys varð um fjögurleytið í dag. Maður á fertugsaldri sem var að störfum við grunninn hjá Kolaportinu féll niður um fjóra til fimm metra. Hann var fluttur á slysadeild og er nú á gjörgæslu Landspítalans. 

mbl.is/Ófeigur

Slysið verður rannsakað af Vinnueftirlitinu en framkvæmdir á svæðinu hafa verið stöðvaðar þangað til búið er að bæta úr fallvörnum og breyta verkferlunum þannig að fallhættan sé ekki lengur til staðar.

Frétt mbl.is - Féll niður fjóra til fimm metra

Slysið verður rannsakað af Vinnueftirlitinu en framkvæmdir á svæðinu hafa …
Slysið verður rannsakað af Vinnueftirlitinu en framkvæmdir á svæðinu hafa verið stöðvaðar þangað til búið er að bæta úr fallvörnum. mbl.is/Ófeigur

Aðspurður segir Eyjólfur Vinnueftirlitið taka út framkvæmdasvæði sem þetta reglulega en það hafi aftur á móti ekki mannskap til að fylgjast með svæðinu frá degi til dags. „Fyrirtækið á að vera með heilbrigðis- og öryggisáætlun en inni í henni er áhættumat og í því er fjallað um fallvarnir. Þeir fengu því fyrirmæli um að endurskoða og skipuleggja fallvarnir í sinni öryggis- og heilbrigðisáætlun og útiloka svona fallhættu,“ segir Eyjólfur.

mbl.is/Ófeigur

Hann segir atvikið afar alvarlegt en verið var að færa til girðingu þegar maðurinn féll um fjóra til fimm metra niður í grunninn. „Við teljum að menn eigi að vera í öryggislínum þegar unnið er á brúnum sem þessum,“ segir Eyjólfur. Maðurinn sem slasaðist var hins vegar ekki í öryggislínu þar sem að verkið var ekki skipulagt með þeim hætti.

Miklar framkvæmdir hafa verið á svæðinu að undanförnu.
Miklar framkvæmdir hafa verið á svæðinu að undanförnu. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert