Fjármunirnir ekki allir úr landi

Sigríður Andersen.
Sigríður Andersen. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég kalla það auðvitað ekk­ert annað en græðgi þegar menn vilja ganga jafn­vel enn lengra á þess­ar eign­ir er­lendu kröfu­haf­anna í stað þess að fagna því að eitt­hvað af þeim verður þó eft­ir hér í formi skatt­greiðslna, 700 millj­ón­ir ef ég þekki rétt,“ sagði Sig­ríður And­er­sen, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, á Alþingi í dag í umræðum um störf þings­ins.

Ræddi hún þar um svo­nefnda banka­bónusa og umræðu um þá á Alþingi. Þar hafi þó í raun ekki verið um að ræða eig­in­lega banka­bónusa held­ur umb­un sem eingn­ar­halds­fé­lög, sem tekið hefðu við eig­um af slita­bú­um föllnu bank­anna, hefðu ákveðið að greiða starfs­mönn­um sín­um gegn ár­angri við að selja eign­ir fé­lag­anna. Mik­il geðshrær­ing hefði gripið um sig í þingsaln­um í umræðum um málið og gíf­ur­yrði fallið sem hefðu byggst á mis­skiln­ingi.

„Von­andi var það óaf­vit­andi en ekki skipu­lagt. Það kom mér sér­stak­lega á óvart, einkum vegna þess að það er ekki lengra síðan en ár þegar hátt­virt­ir þing­menn tóku þátt í því að liðka til fyr­ir nauðasamn­ing­um við þessi slita­bú. Slita­bú­in greiddu yfir 500 millj­arða í rík­is­sjóð gegn því að þau færu með aðrar eign­ir sín­ar úr landi.“ Vísaði hún til þess að greiðslurn­ar til starfs­mann­anna yrðu eft­ir hér á landi og af þeim greidd­ur tekju­skatt­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert