Fjármunirnir ekki allir úr landi

Sigríður Andersen.
Sigríður Andersen. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég kalla það auðvitað ekkert annað en græðgi þegar menn vilja ganga jafnvel enn lengra á þessar eignir erlendu kröfuhafanna í stað þess að fagna því að eitthvað af þeim verður þó eftir hér í formi skattgreiðslna, 700 milljónir ef ég þekki rétt,“ sagði Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag í umræðum um störf þingsins.

Ræddi hún þar um svonefnda bankabónusa og umræðu um þá á Alþingi. Þar hafi þó í raun ekki verið um að ræða eiginlega bankabónusa heldur umbun sem eingnarhaldsfélög, sem tekið hefðu við eigum af slitabúum föllnu bankanna, hefðu ákveðið að greiða starfsmönnum sínum gegn árangri við að selja eignir félaganna. Mikil geðshræring hefði gripið um sig í þingsalnum í umræðum um málið og gífuryrði fallið sem hefðu byggst á misskilningi.

„Vonandi var það óafvitandi en ekki skipulagt. Það kom mér sérstaklega á óvart, einkum vegna þess að það er ekki lengra síðan en ár þegar háttvirtir þingmenn tóku þátt í því að liðka til fyrir nauðasamningum við þessi slitabú. Slitabúin greiddu yfir 500 milljarða í ríkissjóð gegn því að þau færu með aðrar eignir sínar úr landi.“ Vísaði hún til þess að greiðslurnar til starfsmannanna yrðu eftir hér á landi og af þeim greiddur tekjuskattur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka