Jarðskjálfti sem mældist 3,5 stig reið yfir í Mýrdalsjökli klukkan 8:58. Nokkrir eftirskjálftar hafa mælst í kjölfarið. Vel er fylgst með svæðinu allan sólahringinn, af jarðvársviði Veðurstofu Íslands.
Tæplega 600 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni sem leið.
Skjálftahrina hófst í Mýdalsjökli 29. ágúst og mældust tveir skjálftar um 4,5 að stærð í norðurhluta Kötluöskjunnar. Þeir eru stærstu skjálftar sem mælst hafa í Kötlu frá árinu 1977. Samdægurs mældist skjálfti af stærð 3,1 um 4 km norðan við Grindavík sem fannst í bænum sem og í Hafnarfirði. Hinn 30. ágúst varð skjálfti í Bárðarbungu af stærð 3,8. Annar markverður atburður varð 1. september en vegfarendur í Landmannalaugum urðu varir við skjálfta sem mældist rúmlega 1,7 að stærð við Brennisteinsöldu.