Atlaga að jafnrétti til náms

Lilja Rafney Magnúsdóttir á Alþingi.
Lilja Rafney Magnúsdóttir á Alþingi. mbl.is/Eggert

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi harðlega nýtt frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna á Alþingi í dag.

Hún sagði frumvarpið þýða að allir fái styrk burtséð frá því hvort þeir þurfi á honum að halda eða ekki.

„Ég tel þetta grafavarlega atlögu að jafnrétti til náms ef þetta frumvarp verður að veruleika,“ sagði Lilja Rafney og spurði hvort ráðherra hafi ekki áhyggjur af námsfólki úti á landi sem verði fyrir miklum útgjöldum. „Það er mikill aðstöðumunur á milli þeirra og þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Fór greining fram á þessu áður en frumvarpið var lagt fram?,“ spurði hún.

Illugi svaraði því þannig að 85% nemenda sem núna taki námslán muni fá lægri afborgunarbyrði verði frumvarpið samþykkt.

Hann segir að Vinstri grænir hafi lagt fram á síðasta kjörtímabili frumvarp um LÍN þar sem einnig talað var um sömu styrkupphæð fyrir alla. „Það sem ég hef gert er að leggja til nákvæmlega sama hlut. Hvernig stóð á því að háttvirtur þingmaður reifaði ekki þessar skoðanir þegar þetta frumvarp var lagt fram?“ spurði Illugi á móti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert