Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness hefur hafið undirbúning vegna almyrkva á sólu sem verður 12. ágúst 2026, eða eftir tæpan áratug.
„Það má búast við miklum straumi erlendra ferðamanna hingað til lands til að sjá almyrkvann og þetta mun gerast á háannatíma í ferðamennskunni í ágúst,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélagsins, meðal annars í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.