Býsna margar ábendingar borist

Lögreglan er á varðbergi í Þorlákshöfn.
Lögreglan er á varðbergi í Þorlákshöfn. mbl.is/Árni Sæberg

Lögreglunni á Suðurlandi hafa borist býsna margar ábendingar í tengslum við mál manns sem reyndi að draga 9 ára dreng í bíl á Þorlákshöfn á mánudaginn.

„Við höfum fengið ábendingar en þær hafa ekki leitt okkur áfram. Við erum enn þá á sama stað,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Hann bætir við að þeir sem telji sig búa yfir upplýsingum um málið skuli koma þeim til lögreglunnar í gegnum netfangið sudurland@logreglan.is.

Frétt mbl.is: Fólk ræði við börnin sín og sé á varðbergi

Að sögn Odds er eina haldbæra vísbendingin sem lögreglan hefur greinargóð lýsing frá drengnum.

Maðurinn er sagður vera á milli 30-40 ára gam­all, um 180 cm á hæð, þybb­inn með snögg­klippt ljós­brúnt hár, blá augu og með skegg­hýj­ung í kring­um munn­inn. Hann hafi verið klædd­ur í svarta peysu með app­el­sínu­gul­um stöf­um með áletr­un­inni ASA og í svört­um jogg­ing­bux­um og rauðum skóm.

Eru meira á ferðinni 

Eftirlit á svæðinu var aukið í kjölfar atviksins og þannig verður það áfram. „Við erum meira á ferðinni þarna en við höfum verið. Við munum halda því áfram, almennt á þessu svæði í Þorlákshöfn og þar í kring.“

Spurður hvort bæjarbúar séu skelkaðir yfir því sem gerðist segir hann: „Mönnum er örugglega brugðið og eðlilega við svona fréttir. Mönnum stendur ekki á sama.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert