Viðgerð á Orkuveituhúsinu miðar vel

Ekki liggur fyrir hver kostnaðurinn af mygluskemdunum í húsi OR …
Ekki liggur fyrir hver kostnaðurinn af mygluskemdunum í húsi OR verður. mbl.is/Árni Sæberg

Í samar hafa staðið yfir viðgerðir á Orkuveituhúsinu við Bæjarháls og miðar verkinu ágætlega að sögn Eiríks Hjálmarssonar, upplýsingafulltrúa Orkuveitunnar.

Eins og fram kom í fyrri fréttum komu í ljós miklar rakaskemmdir í húsinu. Skemmdirnar eru bundnar við vesturhluta byggingarinnar, en skemmdanna hefur hvorki orðið vart í austurhlutanum né í svokölluðu Norðurhúsi, þar sem dótturfyrirtækið Veitur er með sína starfsemi.

Nú er unnið að viðgerðum á þremur hæðum innanhúss auk endurnýjunar á utanhússklæðningu. Útlit er fyrir að fyrsta áfanga viðgerða ljúki um mánaðamótin október-nóvember, að sögn Eiríks. Innanhússviðgerðirnar munu standa eitthvað fram á næsta sumar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert