Ágúst segir skilið við stjórnmál

Ágúst Beaumont ásamt Birgittu Jónsdóttur.
Ágúst Beaumont ásamt Birgittu Jónsdóttur.

Ágúst Beaumont, sem sakaði Birgittu Jónsdóttur um að hafa óeðlileg afskipti af uppröðun lista í Norðvesturkjördæmi, hefur tekið þá ákvörðun segja skilið við stjórnmál.

Þetta kemur fram í færslu sem Ágúst birti á Pírataspjallinu á Facebook nú í kvöld.

Færsla Ágústs á Pírataspjallinu í kvöld.
Færsla Ágústs á Pírataspjallinu í kvöld. Mynd/Skjáskot af Pírataspjallinu á Facebook

Framkvæmdastjóri Pírata sendi út fréttatilkynningu fyrir hönd flokksins síðdegis, þar sem segir að Ágúst hafi beðist afsökunar og lýst yfir fullum stuðningi við listann og flokkinn.

Færsla Ágústs er svohljóðandi:

„Ég hef tekið þá ákvörðun að seigja [sic] skilið við stjórnmálastarf í bili, en ég vil þakka ykkur öllum fyrir ágætis samstarf og óska ykkur velfarnaðar í komandi kosningabáráttu [sic].“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka