Össur Skarphéðinsson þingmaður varð í fyrsta sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fór í dag. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður lenti í öðru sæti. Í þriðja sæti varð Eva H. Baldursdóttir lögfræðingur og náði hún bestum árangri þeirra frambjóðenda sem ekki hafa setið á þingi. Í fjórða sæti varð Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Oddný G. Harðardóttir formaður flokksins fagnar komu nýrra og efnilegra einstaklinga í flokkinn. „Nú er forystusveit Samfylkingarinnar orðin ljós í öllum kjördæmum nema Suðurkjördæmi - í henni eru nýir og efnilegir einstaklingar í bland við okkar reynslumesta fólk. Nú tekur við snörp og skemmtileg barátta og ég hlakka til hennar,” er haft eftir Oddnýju í tilkynningu frá Samfylkingunni.
Hér má sjá niðurstöðu prófkjörsins:
Össur Skarphéðinsson - 664 atkvæði í fyrsta sæti.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - 772 atkvæði í annað sæti.
Eva H. Baldursdóttir - 802 atkvæði í þriðja sæti.
Helgi Hjörvar - 848 atkvæði í fjórða sæti.
Valgerður Bjarnadóttir - 822 atkvæði í fimmta sæti.
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir - 1003 atkvæði í sjötta sæti.
Auður Alfa Ólafsdóttir - 1053 atkvæði í sjöunda sæti.
Steinunn Ýr Einarsdóttir - 1201 atkvæði í áttunda sæti.