Framboð Guðna kostaði 25 milljónir

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. mbl.is/Eggert

Kostnaður við for­setafram­boð Guðna Th. Jó­hann­es­son­ar nam 25 millj­ón­um króna. Þetta kem­ur fram á vef Rík­is­end­ur­skoðunar, en þar er birt­ur úr­drátt­ur úr end­ur­skoðuðu upp­gjöri Guðna.

Þar kem­ur fram að fram­lög lögaðila til Guðna hafi numið 10,9 millj­ón­um kr. og fram­lög ein­stak­linga 13,1 millj­ón. Aðrar tekj­ur námu 996 þúsund krón­um og eig­in fram­lög fram­bjóðanda námu 1,2 millj­ón­um króna. 

Þá er birt­ur listi yfir þá sem studdu fram­boð Guðna að há­marki um 400.000 kr.

Þá er einnig búið að birta úr­drátt úr end­ur­skoðuðu upp­gjöri Guðrún­ar Mar­grét­ar Björns­dótt­ur vegna for­seta­kosn­ing­anna. Þar kem­ur fram að kostnaður­inn hafi numið 536.000 kr.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert