Hæpið að skýrslan sé „alvöru plagg“

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor í opinberri stjórnsýslu við HÍ.
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor í opinberri stjórnsýslu við HÍ. Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Hæpið er að líta á skýrslu meirihluta fjárlaganefndar um endurreisn fjármálakerfisins sem „alvöru plagg“ þar sem alla umræðu og athugasemdir minnihluta nefndarinnar vantaði við gerð skýrslunnar. Skýrslan virðist frekar til þess gerð að skapa hávaða og vera pólitísk í stað þess að vera hluti af eftirlitshlutverki þingnefnda með framkvæmdavaldinu. Þetta segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, dósent í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, í samtali við mbl.is.

Nefndir þingsins eru að sögn Sigurbjargar með ákveðið eftirlitshlutverk með framkvæmdavaldinu og geta þær kallað eftir gögnum og tekið mál til skoðunar sem heyra undir þeirra málasvið þó þingið hafi ekki óskað eftir því.

Segir hún að ef gögn séu sett fram í nafni nefndarinnar kalli það þó á formlegt ferli þar sem allir í nefndinni geti gert athugasemdir. Þá sé einnig eðlilegt að hafa samband við hluteigandi aðila sem skýrslan nái til, en í þessu tilfelli var Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, borinn þungum sökum fyrir hlut sinn í samningaviðræðum við kröfuhafa bankanna. Hvorugt þessara atriða eigi við í þessu máli og því sé hæpið að tala um „alvöru plagg“ í stjórnsýslulegu samhengi, að hennar sögn.

Meðan þessi atriði vanti segir Sigurbjörg að hæpið sé að líta á skýrsluna sem opinbert skjal. Greint hefur verið frá því að skýrslan verði tekin fyrir á fundi fjárlaganefndar á morgun

Gunnlaugur Þór og Vigdís Hauksdóttir á blaðamannafundi í gær þar …
Gunnlaugur Þór og Vigdís Hauksdóttir á blaðamannafundi í gær þar sem skýrslan var kynnt. Eggert Jóhannesson

Sigurbjörg segir aðferðina við birtingu skýrslunnar lýsa því að kosningar séu á leiðinni og þá hafi hún ekki getað skilið orð Vigdísar Hauksdóttur, annars höfundar skýrslunnar og formanns fjárlaganefndar, á RÚV í gær öðruvísi en að hún væri að reyna að særa fram viðbrögð umboðsmanns Alþingis við efni skýrslunnar.

Segir Sigurbjörg að miðað við framsetninguna virðist málið vera það sem kallist á fræðimáli „attention shifting“ eða „selective attention“. Slíkt hafi stundum verið kölluð smjörklípa hér á landi.

Frétt mbl.is: Tugmilljarða meðgjöf með bönkunum

Frétt mbl.is: Bera Steingrím þungum sökum

Frétt mbl.is: Langt seilst til að friða kröfuhafa

Frétt mbl.is: Gefur ekki mikið fyrir skýrsluna

Frétt mbl.is: Nefndin notuð í pólitískum tilgangi

Frétt mbl.is: Skýrslan kostaði 90 þúsund krónur

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka