Kvenfangar fyrstir til að flytja á Hólmsheiðina

Útiaðstaða er m.a. til að taka á móti fjölskyldum fanga …
Útiaðstaða er m.a. til að taka á móti fjölskyldum fanga á Hólmsheiði. Ófeigur Lýðsson

Vinna við lokafrágang fangelsisins á Hólmsheiði gengur hægar en vonast hafði verið eftir. Fangelsið var formlega tekið í notkun fyrri hluta júnímánaðar og gerðu áætlanir þá ráð fyrir að fyrstu fangar yrðu fluttir á Hólmsheiðina síðsumars.

„Þetta gengur hægar en við vonuðumst eftir,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. „Við vinnum núna undir mikilli tímapressu og gerum ráð fyrir að fyrstu fangar komi í hús í lok þessa mánaðar. Það er þó auðvitað að því gefnu að öll öryggiskerfi virki og að starfsmenn verði búnir að læra á þau.“

Ástæðu tafanna segir Páll vera þá að vinna verktaka gangi hægar en til stóð. „Við erum tilbúin með það sem að okkur snýr og erum bara mjög spennt að keyra þetta áfram þegar þeirra vinnu er lokið.“

Gert er ráð fyrir að fyrstu fangarnir sem flytja á Hólmsheiðina séu þær konur sem nú afplána dóma og segir Páll þær vera á bilinu 6-8 talsins.

„Þá gerum við ráð fyrir að innan þriggja mánaða verðum við komin með eitthvað á bilinu 25-30 fanga upp á Hólmsheiði,“ segir hann.

Á Hólmsheiðinni er rými fyr­ir 56 fanga sem sæta gæslu­v­arðhaldi og ein­angr­un auk sér­stakr­ar álmu fyr­ir lang­tíma­vist­un kvenna, en lang­tíma­vist­un karla verður áfram á Litla-Hrauni.

Fangelsið á Hólmsheiði opnað

Sé ekki yfirþyrmandi við innilokun

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert