Kvenfangar fyrstir til að flytja í fangelsið á Hólmsheiðinnni

Fangelsið á Hólmsheiði
Fangelsið á Hólmsheiði mbl.is/Árni Sæberg

Vinna við lokafrágang fangelsisins á Hólmsheiði gengur hægar en vonast hafði verið eftir. Fangelsið var formlega tekið í notkun í fyrri hluta júnímánaðar og gerðu þá áætlanir ráð fyrir fyrstu föngum síðsumars. ,,Þetta gengur hægar en við vonuðumst eftir. Við vinnum núna undir mikilli tímapressu og gerum ráð fyrir fyrstu föngunum í lok mánaðarins. Það er þó að því gefnu að öll öryggiskerfi virki og að starfsmenn verði búnir að læra á þau,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri.

Hann gerir ráð fyrir að fyrstu fangarnir verði konur sem nú afplána dóma. Það megi gera ráð fyrir að innan þriggja mánaða verði komnir á bilinu 25-30 fangar upp á Hólmsheiði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka