Bættu við gámi með salernum

Kostnaður veitingastaða við vinsæla ferðamannastaði við þrif og kaup á nauðsynlegum rekstrarvörum vegna reksturs salerna hefur aukist verulega á síðustu árum vegna fjölgunar ferðamanna. Þannig hefur kostnaður hjá N1 aukist á bilinu 10-30% frá síðasta ári. Kostnaðurinn er aðeins mismunandi eftir staðsetningu stöðvanna.

Tekjur veitingastaðanna aukast vegna fjölgunar gesta en kostnaðurinn einnig. Ekki eru allir sem koma inn á stöðvarnar viðskiptavinir í þeim skilningi að þeir kaupi vörur eða þjónustu. „Fólk gerir ráð fyrir því að komast á salerni á stöðvunum og það er þjónusta sem við teljum sjálfsagt að veita,“ segir Guðný Rósa Þorvarðardóttir, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs N1, og bætir því við að veitingastaðir séu í flestum stöðvunum úti á landi og þar sé skylda að vera með salerni.

Guðný Rósa nefnir sem dæmi að brugðist hafi verið við biðröðum með því að leigja fullbúinn salernisgám og setja upp fyrir utan stöð N1 á Hvolsvelli. Aðstaðan innandyra var orðin of lítil.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert