Bættu við gámi með salernum

Kostnaður veit­ingastaða við vin­sæla ferðamannastaði við þrif og kaup á nauðsyn­leg­um rekstr­ar­vör­um vegna rekst­urs sal­erna hef­ur auk­ist veru­lega á síðustu árum vegna fjölg­un­ar ferðamanna. Þannig hef­ur kostnaður hjá N1 auk­ist á bil­inu 10-30% frá síðasta ári. Kostnaður­inn er aðeins mis­mun­andi eft­ir staðsetn­ingu stöðvanna.

Tekj­ur veit­ingastaðanna aukast vegna fjölg­un­ar gesta en kostnaður­inn einnig. Ekki eru all­ir sem koma inn á stöðvarn­ar viðskipta­vin­ir í þeim skiln­ingi að þeir kaupi vör­ur eða þjón­ustu. „Fólk ger­ir ráð fyr­ir því að kom­ast á sal­erni á stöðvun­um og það er þjón­usta sem við telj­um sjálfsagt að veita,“ seg­ir Guðný Rósa Þor­varðardótt­ir, fram­kvæmda­stjóri ein­stak­lings­sviðs N1, og bæt­ir því við að veit­ingastaðir séu í flest­um stöðvun­um úti á landi og þar sé skylda að vera með sal­erni.

Guðný Rósa nefn­ir sem dæmi að brugðist hafi verið við biðröðum með því að leigja full­bú­inn sal­ern­is­gám og setja upp fyr­ir utan stöð N1 á Hvols­velli. Aðstaðan inn­an­dyra var orðin of lít­il.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert