HIV-málið fellt niður

Við handtöku mannsins í júlí í fyrra.
Við handtöku mannsins í júlí í fyrra. mbl.is/Rósa Braga

Héraðssak­sókn­ari hef­ur fellt niður mál hæl­is­leit­anda sem grunaður var um að hafa smitað kon­ur hér á landi vís­vit­andi af HIV-veirunni. Þetta staðfest­ir Mar­grét Unn­ur Rögn­valds­dótt­ir, sak­sókn­ari hjá embætti héraðssak­sókn­ara, í sam­tali við mbl.is. Greint var frá mál­inu fyrst í kvöld­frétt­um Stöðvar 2.

Málið þótti ekki lík­legt til sak­fell­is að sögn Mar­grét­ar, en ekki var hægt að sanna að hann hafi vitað að hann væri smitaður af HIV-veirunni. Tvær kon­ur hafa greinst með HIV eft­ir sam­neyti við mann­inn og á ann­an tug kvenna farið í grein­ingu.

Maður­inn var hand­tek­inn í júlí í fyrra og í kjöl­farið úr­sk­urðaður í fjög­urra vikna gæslu­v­arðhald. Þegar það rann út var hann úr­sk­urðaður í far­bann í nokkr­ar vik­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert