Segir ávirðingar í skýrslunni svívirðu

Guðlaugur Þór og Vigdís Hauksdóttir kynntu skýrsluna sem þau létu …
Guðlaugur Þór og Vigdís Hauksdóttir kynntu skýrsluna sem þau létu gera fyrir blaðamönnum í vikunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jó­hann­es Karl Sveins­son, hæsta­rétt­ar­lögmaður sem kom að samn­ing­um við er­lenda kröfu­hafa föllnu bank­anna, seg­ir ávirðing­ar í skýrslu fjár­laga­nefnd­ar Alþing­is sví­v­irðileg­ar. Þetta kom fram í tíu­frétt­um RÚV.

Nán­ast sakaðir um landráð

Sagði hann að emb­ætt­is­menn og sér­fræðing­ar væru nán­ast sakaðir um landráð, án þess að fá tæki­færi til að svara ásök­un­um. Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, vara­formaður fjár­laga­nefnd­ar, baðst fyrr í kvöld af­sök­un­ar á orðalagi í skýrslu hans og Vig­dís­ar Hauks­dótt­ur, for­manns nefnd­ar­inn­ar, um einka­væðingu bank­anna hina síðari. 

Jó­hann­es Karl sagði í sam­tali við RÚV að þungt hljóð væri í hópn­um sem kom að samn­inga­gerðinni. „Mér fannst þetta al­gjör sví­v­irða og sér í lagi vegna þess að það var ekki talað við einn ein­asta mann sem að þessu hafði komið og hefði getað út­skýrt málið fyr­ir þeim sem sömdu þessa skýrslu,“ sagði hann.

Biðst af­sök­un­ar á mis­tök­un­um

Á Face­book-síðu sinni sagði Guðlaug­ur Þór í kvöld að hon­um hefðu borist ábend­ing­ar um að orðalag í skýrsl­unni sé þannig að hægt sé að skilja það sem árás­ir eða gagn­rýni á emb­ætt­is­menn og sér­fræðinga. Hann seg­ir að það hafi ekki verið ætl­un meiri­hluta fjár­laga­nefnd­ar að vega að starfs­heiðri ein­stak­linga.

„Það er rétt og skylt að biðjast vel­v­irðing­ar á slík­um mis­tök­um. Í þessu ljósi verður orðalag skýrsl­unn­ar end­ur­skoðað. Gild­is­hlaðin orð eða annað sem valdið get­ur mis­skiln­ingi fjar­lægt þannig að efn­is­leg umræða fari fram,“ skrif­ar hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert