Embætti ríkislögreglustjóra hefur sent fyrirspurn á lögregluyfirvöld á Spáni vegna Íslendings sem ekkert hefur spurst til síðan í byrjun mánaðarins. Er óttast að hann sé án bæði vegabréfs og kreditkorts.
Lýst var eftir manninum á Facebook-síðu Íslendinga sem búa á Spáni, en þar kemur fram að hann heiti Valdimar Svavarsson og sé 65 ára gamall sjómaður, lágvaxinn og grannur með skollitað hár (kollvik). Sagt er frá málinu á vef RÚV en þar kemur einnig fram að Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra, hafi staðfest fyrirspurnina út í skriflegu svari.
Ekkert hefur heyrst í manninum frá 4. september. Hafði hann þá samband og sagðist hafa verið rændur og væri án vegabréfs, síma og kreditkorts.